Djúpivogur
A A

Tríton

Tríton

Tríton

Hinn 26. febrúar 1924 fer fram virðing á nýbyggðu húsi "herra kaupmanns, Hjemgaards á Djúpavogi". Virðingargjörðin framkvæmd samkvæmt beiðni Tanke Hjemgaard kaupmanns á Seyðisfirði. Með bréfi dagsettu 16. apríl tilkynnir Hjemgaard kaupmaður hreppstjóra Geithellnahrepps, að eigendur hússins séu þessir:

I. Siv. Hjemgaard, eigandi að helmingi;
II. Selma Hjemgaard, eigandi að fjórða parti;
III. Alfreð Hjemgaard, eigandi að fjórða parti.

Byggingin nefnist Handels- og Fiskestationen Triton við Djúpavog. Húsið ásamt skúr og bryggju virt á 8.500 krónur.