Djúpivogur
A A

Kirkjur

Kirkjur

Kirkjur

Djúpavogskirkja

Djúpavogskirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Kirkja var flutt frá Hálsi í Hamarsfiðri til Djúpavogs 1894 og prestur hefur setið þar síðan. Kirkjurnar í Berufirði, á Berunesi , Hofi í Álftafirði og á Djúpavogi heyra til Djúpavogsprestakalli.

Upphaflega voru þök kirkju og turns klædd pappa en voru klædd bárujárni skömmu fyrir 1903. Veggir voru líklegast klæddir plægðum borðum en kórbak var klætt bárujárni 1907 og aðrar hliðar um 1925. Bogagluggar voru smíðaðir í kirkjuna 1941, kórdyrabogi og kórþil fjarlægð og prédikunarstóll fluttur í suðausturhorn kórs.

Árin 1953–54 var smíðuð forkirkja við kirkjuna og kór ásamt skrúðhúsi, oddbogalöguð hvelfing var sett yfir framkirkju og kirkjan múrhúðuð að utan. Síðar var múrhúðun brotin af og kirkjan klædd trapisumótuðum stálplötum.

Kirkjan er nú í endurbyggingu.

Hofskirkja

Á hofi var kirkja helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist 1896, járnvarin timburkirkja. Kirkja var endurbyggð 1969. Kirkja á altaristöflu frá 1861 sem sýnir krossfestingu Jesú, máluð af Fiebig, dönsku mmálara sem málaði einnig altaristöflu fyrir Heydalakirkja árið 1865. Númeratafla í kirkjunni er frá 1808 og skírnarfontur frá 1969, gerður af Ríkarði Jónssyni.

Berufjarðarkirkja

Núverandi kirkja í Berufirði var vígð árið 1940 og tekur 40-50 manns í sæti. Í henni er altaristafla frá 1875 eftir August Fischer máluð á striga og sýnir Krist á krossinum. Einnig er þar að finna altarisdík frá 1684 með saumaðri mynd af krissfestingunni með Jóhannesi og Maríu og svo predikunarstóll frá 1690 að því er virðist. Á hann eru málaðar ritningargreinar og blóm og upphafstafir gefanda ásamt ártalinu 1690.

Beruneskirkja

Á Berunesi var kirkja helguð Maríu guðsmótur í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist 1874, lítil timburkirkja. Altaristaflan er eftir danskan málara, Rudolph Carlsen, máluð 1890 og sýnir hún Krist á krossinum. Fyrir utan kirkjudyr liggur gamall legsteinn úr rauðum steini með úthöggnum myndum og áletrun.

Papeyjarkirkja

Papeyjarkirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var reist upp úr eldri kirkju árið 1904. Höfundar voru Lúðvík Jónsson og Magnús Jónsson, forsmiðir á Djúpavogi. Hún var friðið 1. janúar 1990.

Papeyjarkirkja er timburhús, 5,27 m að lengd og 3,39 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðrétti plægðri tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.

Inn af dyrum eru framkirkja og kór eitt; veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Veggir eru klæddir spjaldaþili og loft á bitum er yfir allri kirkjunni stafna á milli.