Djúpivogur
A A

Geysir

Geysir

Geysir

Geysir var byggður árið 1898, var fyrstu 10 árin hótel. Áratugina þar á eftir var Geysir íbúðarhús og bjuggu þar oft margar fjölskyldur í einu. Fyrsta símstöðin á Djúpavogi var staðsett í Geysi og þar var um tíma póstafgreiðsla. Þá var tímabundið rekin verslun á neðri hæðinni í Geysi.

Síðasti íbúi í Geysi var Ingvar Snjólfsson en hann bjó á neðri hæð hússins og seldi hana Búlandshreppi árið 1991. Búlandshreppur var þar með orðinn eigandi að allri eigninni en árið 1988 hafði hann keypt efri hæðina. Húsið var orðið mjög hrörlegt og óíbúðarhæft.

Það var svo árið 1997 að ráðist var í byggingu á nýjum grunni undir húsið. Það var híft af eldri grunni, þar sem það hafði staðið í heila öld, á þann nýja árið 1998 og endurbætur hófust. Þeim lauk árið 2000. Húsið var svo vígt við hátíðlega athöfn 17. júní 2001.

Geysir hýsir í dag skrifstofur Djúpavogshrepps. Þar er einnig staðsett skrifstofa Austurbrúar.

Edit