Djúpivogur
A A

Heimsæktu Djúpavog

HÓTEL OG GISTING

Starmýri Cottages

Starmýri, Álftafirði

Erum með 3 sumarhús, uppábúin rúm.
Gistipláss fyrir allt að 6 í hverju húsi.

Opið allt árið.

Sími: 8474872
sjonahraunehf@simnet.is
Facebook

​Hótel Framtíð

Vogalandi 4, Djúpavogi

Hótel Framtíð er fjölskyldurekið hótel. Við bjóðum uppá 1, 2ja og 3ja manna herbergi með baði. Íbúðir fyrir allt að 6 manns. Sumarhús fyrir allt að 3.

Opið allt árið

Sími: 478 8887
info@hotelframtid.is
www.hotelframtid.com

​Berunes

Farfuglaheimili, B&B og smáhýsi. Einnig er tjaldsvæði við Berunes.

Opið 1.7 til 1.10.2020

Sími: 478-8988 / 869-7227
berunes@hostel.is
www.berunes.is

​Klif

Kambi 1, Djúpavogi

Gistihús í miðju bæjarins. Öllum gestum stendur til boða aðgangur að sameiginlegu eldhúsi.
Sundlaug Djúpavogs í 5 mínútna göngufjarlægð

Sími: 478-8802 / 899-7600
klifhostel@simnet.is

Lindarbrekka

Lindarbrekku, Berufirði

Boðið er upp á gistingu fyrir alls 18 manns í 4 aðskildum einingum með eldunaraðstöðu. Einnig í boði skipulagðar og/eða sérsniðnar jeppaferðir.

Sími: 789 1776
lindarbrekkaguesthouse@gmail.com
Facebook

Fossárdalur

Fossárdal, Berufirði

Bjóðum upp á uppábúin rúm, svefnpokagistingu og tjaldstæði.

Sími: 820 4379
info@fossardalur.is
www.fossardalur.is

Helgafell Hostel

Eyjalandi 4, Djúpavogi

Átta herbergi, með gistirými fyrir 2 til 5 manns í uppábúnum rúmum og sameiginlegri hreinlætisaðstöðu, setustofu og eldunaraðstöðu. Vinsamlegast athugið að innritun fer fram í gestamóttöku á Hótel Framtíð.

Sími: 478 8887
info@hotelframtid.is
www.hotelframtid.com

Framtíð Hostel

Vörðu 2, Djúpavogi

Átta herbergi, með gistirými fyrir 2 til 5 manns í uppábúnum rúmum og sameiginlegri hreinlætisaðstöðu, setustofu og eldunaraðstöðu. Vinsamlegast athugið að innritun fer fram í gestamóttöku á Hótel Framtíð.

Sími: 478 8887
info@hotelframtid.is
www.hotelframtid.com

Hammersminni gistihús

Hammersminni 4, Djúpavogi

Erum með 4 herbergi með sameiginlegu baði og eldhúsi. Íbúð með 3 herbergjum, svefnpláss fyrir 6, eldhús og setustofa.
Allt uppábúin rúm.

Sími: 892 8895 / 854 2295
haaleiti@simnet.is

Krákhamar apartments

Blábjörgum, 766 Djúpavogi

Við bjóðum uppá fjórar vel útbúnar stúdíó íbúðir með fallegu útsýni.

Opið árið um kring.

Sími: 861 8806 / 478-8205
www.krakhamar.com


VERSLUN OG VEITINGAR

Langabúð

Búð 1, Djúpavogi

Kaffi- og veitingasala í einu elsta verslunarhúsi landsins. Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Kaffiveitingar, súpur og léttir réttir í hádeginu. Lífrænt ræktað te og kaffi. Bakað á staðnum - eldað frá grunni.

Opið alla daga 10-18 frá 1. júní.

Sími: 899-0177 / 849-3439

langabud@mulathing.is
Facebook

​Hótel Framtíð

Vogalandi 4, Djúpavogi

Tveir veitingasalir. Sá stærri tekur allt að 250 manns í sæti og er tilvalinn fyrir alls kyns viðburði. Sá minni er með sæti fyrir 40 manns og boðið upp á a la carte matseðil þar sem elitast er við að nota hráefni úr heimabyggð.

Sími: 478 8887
info@hotelframtid.is
www.hotelframtid.com


AFÞREYING

Adventura

Ferðaskrifstofan Adventura býður upp á fjölbreyttar ferðir og afþreyingu í Djúpavogshrepppi. Náttúru- og menningarferðir í nágrenni Djúpavogs, jeppaferðir inn í dali, söng í gömlum lýsistanki o.fl.

Nánari upplýsingar gefur Berglind Einarsdóttir

478-1130 / 863-8380
berglind@adventura.is

Eggin í Gleðivík

Við höfnina í Gleðivík er útilistaverkið Eggin í Gleðivík eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið samanstendur af 34 eftirmyndum eggja jafnmargra varpfugla í Djúpavogshreppi og standa á stöplum tengdum fyrri starfsemi bræðsu í víkinni. Hver stöpull er merktur þeim fugli sem eggið á, bæði á íslensku og latínu.

https://djupivogur.is/Mannlif/Menning/Eggin-i-Gledivik/

​Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Vörðu 4, Djúpavogi

Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með tveimur pottum og upphitaðri barnalaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði.

Sími: 470 8730
Netfang: dagur@djupivogur.is
Heimasvæði Íþróttamiðstöðvarinnar

Bóndavarða

Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allhár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga „út á land“ í átt að svörtu söndunum.

Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar.

www.teigarhorn.is

Hálsaskógur

Hálsaskógur er staðsettur í um tveggja km. fjarlægð frá Djúpavogi, beygt til hægri við afleggjarann út á Djúpavog. Í skóginum eru nokkrar gönguleiðir og þar er einnig tilvalinn staður til þess að setjast niður og borða nesti í notalegu umhverfi. Hálsaskógur er „Opinn skógur“ í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands.

Ærslabelgur

Ærslabelgurinn okkar er staðsettur við íþróttavöllinn.Þangað eru allir velkomnir. Vakin er athygli á því að bílastæði eru austan við íþróttavöllinn. Vinsamlegast keyrið ekki niður með vellinum.

KSÍ sparkvöllur

Sparkvöllur, staðsettur austan við Íþróttamiðstöðina. Hann er opinn öllum.