Djúpivogur
A A

Um gamla Djúpavogshrepp

Djúpavogshreppur varð til þann 1. október 1992 við sameiningu þriggja hreppa: Búlandshrepps, Beruneshrepps og Geithellnahrepps.

Sveitarfélagið er víðfemt, samtals um 1.153 km2, en í því eru þrír firðir; Álftafjörður, Hamarsfjörður og Berufjörður. Kauptúnið Djúpivogur stendur á Búlandsnesi sem er á milli Hamarsfjarðar og Berufjarðar. Hinn formfagri Búlandstindur (1.069 m.) er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs.

Eyjan Papey tilheyrir Djúpavogshreppi. Hún er stærsta eyjan fyrir Austurlandi, u.þ.b. 2 km², þvínæst beint austur af Hamarsfirði og var eina eyjan í byggð, en er nú í eyði. Þar var eitt býli og kirkja frá 1902, sem er útkirkja frá Djúpavogi.

Í sveitarfélaginu eru tveir jöklar, Þrándarjökull (22 km2) og Hofsjökull (13 km2).

DJÚPAVOGSHREPPUR Í TÖLUM

ÍBÚAFJÖLDI:

501 (1. janúar 2020)


Stærð

1.153 km2

Vegalengdir innan sveitarfélags (frá Djúpavogi)

Álftafjörður
Hamarsfjörður Berufjörður
Þvottá 40 km. Bragðavellir 12 km. Teigarhorn 3,7 km.
Hnaukar 38,5 km. Hamarssel 15 km. Urðarteigur 8,7 km.
Starmýri II 38 km. Hamar 11 km. Eiríksstaðir 18 km.
Starmýri I 36,5 km. Lindarbrekka 16 km.
Starmýri III 35,5 km. Melshorn 22 km.
Flugustaðir 32 km. Berufjörður 23 km.
Stórhóll 33,5 km. Hvannabrekka 25 km.
Hof 34,5 km. Kelduskógar 28 km.
Rannveigarstaðir 31 km. Skáli 31 km.
Hærukollsnes 29,5 km. Gautavík 34,5 km.
Kerhamrar 28 km. Runná 35,5 km.
Múli 29 km. Fagrihvammur 37 km.
Kerhamrar 27 km. Hamraborg 39 km.
Blábjörg 23,5 km. Þiljuvellir 40 km.
Melrakkanes 19 km. Berunes 41 km.
Karlsstaðir 42 km.
Fossgerði 44 km.
Krossgerði 45 km.
Kross 45,5 km.
Núpur 49 km.

VEGALENGDIR TIL DJÚPAVOGS

Borgarnes - Djúpivogur 611 km. Egilsstaðir - Djúpivogur (um Öxi*) 85 km.
Keflavík - Djúpivogur 590 km. Seyðisfjörður - Djúpivogur (um Öxi*) 112 km.
Reykjavík - Djúpivogur 533 km. Vopnafjörður - Djúpivogur (um Öxi*) 216 km.
Selfoss - Djúpivogur 496 km. Húsavík - Djúpivogur (um Öxi*) 304 km.
Vík í Mýrdal - Djúpivogur 367 km. Mývatn - Djúpivogur (um Öxi*) 249 km.
Kirkjubæjarkl. - Djúpivogur 296 km. Akureyri - Djúpivogur (um Öxi*) 348 km.
Höfn - Djúpivogur 103 km. Sauðárkrókur - Djúpivogur (um Öxi*) 468 km.
Breiðdalsvík - Djúpivogur 64 km. Blönduós - Djúpivogur (um Öxi*) 493 km.
Reyðarfjörður - Djúpivogur 127 km. Ísafjörður - Djúpivogur (um Öxi*) 906 km.
Neskaupstaður - Djúpivogur 161 km. Stykkishólmur - Djúpivogur (um Öxi*) 692 km.

* Ath. ef Öxi er ófær bætist við 71 km. um firði