Hér að neðan eru uppskriftir í tengslum við fyrsta Cittaslow sunnudaginn sem haldinn var í lok september 2013.
Að þessu sinni var áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður.
Hér að neðan eru uppskriftir í tengslum við fyrsta Cittaslow sunnudaginn sem haldinn var í lok september 2013.
Að þessu sinni var áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður.
Blandan hans Skúla
Skúli Benediktsson
4,5 l. Krækiberjasaft
0,5 l. Vodka
0,5 l. Whisky
0,25 l. Romm
Látið standa í 2 – 3 mánuði fyrir notkun.
Hundasúrusúpa fyrir fjóra
Edyta Beata Zajaczkowska
Innihald:
Hundasúrur
Kartöflur
Harðsoðin egg
(Salt) og Pipar
Kjötkraftur eða kjötbein
Sýður rjómi/rjómi
Aðferð:
2 grænmetisteningar eða nautakraftsteningar (má nota kjötbein í staðinn).
1 gulrót og 6 meðalstórar kartöflur skornar í bita og settar útí
1,5 lítra af vatni.
Soðið saman í 15-20 mín.
Ca 40 hundasúrur brytjaðar niður og settar útí.
4 harðsoðin egg, skorin í bita og sett útí.
½ tsk pipar og 1 tsk af salti (ef teningur er ekki notaður).
Látið allt malla saman í um fimm mín.
Að lokum er sett ein dolla af sýrðum rjóma út í súpuna (rjómi passar líka vel). Blandið vel.
Krækiberjasaft
Ingibjörg Jónasdóttir
1 líter safi úr krækiberjum
300 gr. sykur
Suða látin koma upp á saftinni. Kælið saftina dálítið áður en hún er sett á plastflösku og lokað.
Mysudrykkur:
Krækiberjasaft
mysa
vatn
Blandað í jöfnum hlutföllum eða eftir smekk.
Fíflahunang með blóðbergi
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Uppskriftina fékk ég frá Guðnýju Ingimundar fyrir mörgum árum. Hef gert hunang á hverju ári síðan og er það orðið ómissandi í búrinu í Kápugili.
Ég er farin að leika mér aðeins með uppskriftina og í þessari eru:
300 fíflablóm,
2 sítrónur,
nokkrar lúkur af blóðbergi,
1 ½ lítri vatn
3 kg sykur
Aðferð:
Vatn, fíflablóm, sítrónur og blóðberg sett í stóran pott. Látið sjóða í hálftíma. Blómin og sítrónurnar sigtuð frá. Vatnið sett aftur út í pottinn, ásamt sykrinum. Látið malla við vægan hita í 1-2klst. Allt eftir því hvað þið viljið hafa hunangið þykkt.
Hunangið nota ég út í te en einnig út í gerbrauð sem ég baka oft. Brauðið verður einstaklega mjúkt við það að nota hunangið.
Rabarbara chutney
Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir
500 gr smátt skorinn rabarbari
2 laukar
1 ½ msk edik
¾ dl vatn
250 gr döðlur
2 tsk ferskur engifer (rifinn)
1 ½ msk karrí
2 tsk salt
2 saxaðir chili
Aðferð:
Öllu blandað saman í pott og soðið í 30 mínútur. Kryddað eftir smekk.
Því lengur sem maukið er látið standa fyrir notkun, því bragðmeira verður það.
Fetaostur
2 lítrar nýmjólk
1 bolli súrmjólk
1 tsk sítrónusafi
pínu salt
Aðferð:
Blandað saman í pott, hitað þar til suðan kemur upp, lækkið hitann og hrærið í þar til mjólkin aðskilur sig vel.
Hellt í grisju í sigti og látið síga af, snúið upp á grisjuna og pressið þar til mestur vökvinn er runninn af.
Setjið bolluna í grisjunni á disk og annan disk á hvolf yfir, pressið og hellið restinni af vökvanum.
Farg sett á , tilvalið að nota pott með köldu vatni sem farg, það flýtir fyrir kælingu.
Skerið í teninga og leggið í kryddolíu eða skerið með hníf/ostaskera og notið sem ost.
Kryddolía
1 tsk timjan
1 tsk graslaukur
1 tsk rósapipar
merjið kryddin sama
1/2 - 1 bolli olía og 1/2 hvitlaugsrif og smá maldon salt.
Myntuhlaup með grænum eplum
Bergþóra Birgisdóttir
1 kg af grænum eplum
1 dl vatn
1/2 bolli sítrónusafi
2 1/2 bolli myntulauf
sykur
1/2 bolli söxuð myntulauf
Grænn matarlitur
Aðferð:
Þrífa og skera eplin í sneiðar.
Skellið eplunum, vatninu heilu laufunum og sítrónusafanum í pott og látið suðuna koma upp, setjið lok á og látið sjóða í 10- 15 mín. Merjið eplin með gaffli.
Hellið blöndunni í gegnum sigti (ég hjálpaði þessu í gegn með skeið) ofan í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt.
Mælið magnið af "vökvanum" og setjið í pott ásamt sama magni af sykri og látið sjóða og hafið við vægan hita þar til sykurinn er bráðnaður, látið þá suðuna koma upp og bætið þá söxuðu mintunni útí ásamt matarlitnum og hræra vel.
Láta kólna í 5 mín og setja svo í krukkur.
Var efnið hjálplegt?