Djúpivogur
A A

Stuðningsaðilar Cittaslow

Viðmið Cittaslow skipast í sex flokka sem endurspegla grunngildi og hugmyndafræði Cittaslow: umhverfismál, innviði samfélags, gæði umhverfis, verndun og hvatningu til handa staðbundinni framleiðslu og afurða, gestrisni, og síðast en ekki síst vitundarvakningu um Cittaslow. Viðmiðin sem falla undir þessa flokka eru tilgreind hér.

Stuðningsaðilar Cittaslow - Djúpavogshreppi:

  • Hafa í heiðri hugmyndafræði Cittaslow og starfa samkvæmt henni.
  • Eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að fylgja viðmiðum Cittaslow sem sett eru fram af hálfu Cittaslow International á hverjum tíma.
  • Sýna ofangreind atriði í vilja og verki t.d. með þátttöku í þróun verkefna og tilfallandi viðburðum tengdum Cittaslow í Djúpavogshreppi, s.s. Cittaslow Sunday.
  • Stuðningsaðilar eru opnir fyrir samstarfi við aðra Stuðningsaðila Cittaslow innan sveitarfélagsins um framleiðslu, þróun, sölu og notkun á staðbundnum afurðum og þjónustu.
  • Eigendur og starfsmenn geta miðlað grunnupplýsingum um Djúpavogshrepp og hugmyndafræði Cittaslow, kynna samtökin og þátttöku fyrirtækisins eftir föngum, s.s. í bæklingum og á vefsíðu.
  • Eigendur gæta að því að merkingar utandyra falli vel að umhverfinu og séu í samræmi við reglur og viðmið Cittaslow International og Djúpavogshrepps.
  • Starfsfólk sýnir góða þjónustulund og jákvætt viðmót.
  • Byggingum og nærumhverfi fyrirtækis er vel við haldið þannig að það sé snyrtilegt og aðlaðandi.

Merki Cittaslow er gæðastimpill og loforð um uppruna afurða og/eða þjónustu í Djúpavogshreppi.

Fyrirtæki og félagasamtök í gamla Djúpavogshreppi eru stuðningsaðilar Cittaslow.

Var efnið hjálplegt?