Cittaslow fréttir
Vorbingó Kvenfélagsins Vöku 2018
Vorbingó Kvenfélagsins Vöku verður laugardaginn 5. maí á Hótel Framtíð.
Barnabingó kl. 14:00.
Spjaldið kr. 400.-
Fullorðinsbingó kl. 20:00.
Spjaldið kr. 600.-
Aðgangur miðast við fermingaraldur
Í fullorðinsbingóinu er aðalvinningur utanlandsferð.
Góða skemmtun.
Vöku-konur

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs 2018
Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs
verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 26.apríl kl 17:00
Venjuleg aðalfundarstörf
Allir velkomnir
Skógræktarfélags Djúpavogs

Hammondhátíð hefst á morgun - orðsending frá Hammondnefnd
Á morgun hefst Hammondhátíð Djúpavogs í þrettánda sinn.
Að gefnu tilefni langar okkur til að benda á nokkur atriði.
- Það eru enn til miðar, bæði heildarpassar og miðar á staka viðburði. Hægt er að kaupa miða á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í Bakkabúð á opnunartíma alla tónleikadagana.
- Það er enn laust í gistingu á Hótel Framtíð. Það hefur hins vegar verið að rugla suma að www.booking.com segir að allt sé uppbókað, en hótelið hefur alltaf lokað fyrir bókanir á booking um Hammondhelgina. Hægt er að bóka gistingu með að hringja í 478-8887.
- Armbönd (Hammbönd) verður hægt að nálgast í Bakkabúð á milli 14:00 og 18:00, en einnig við innganginn á tónleikastað þegar húsið opnar. Við hvetjum hins vegar sem flesta til að nálgast armböndin í Bakkabúð, en það minnkar biðröðina við innganginn á tónleikastað.
Fleira var það nú ekki, en við hlökkum alveg hreint ótrúlega til að sjá ykkur um helgina!
Hammondgengið
Heimasíða Hammondhátíðar
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2018
Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokkstjóra verður ákveðinn þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr grunnskólanm.
Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m.a. um launakjör í síma 470-8700.
Sveitarstjóri

Opinn íbúafundur 2018
Boðað er til opins íbúafundar laugardaginn 14. apríl kl. 14:00 á Hótel Framtíð
Dagskrá:
Ársreikningur 2017
Staða og framvinda ýmissa verkefna
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Íbúar eru hvattir til að fjölmenna.

Faktorshúsið í sjónvarpsfréttum RÚV
Í tilefni þess að Faktorshúsið á Djúpavogi hlaut hæsta styrk á landsvísu úr húsafriðunarsjóði, var innslag í sjónsvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi um húsið. Þar ræddi Rúnar Snær við Andrés Skúlason oddvita og Egil Egilsson húsasmíðameistara um þetta merkilega hús, hvar verkefnið er statt og hver næstu skref séu.
Smellið hér til að skoða innslagið.
ÓB

Rúmar 17 milljónir í Djúpavogshrepp úr húsafriðunarsjóði
Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu.
Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.
Að þessu sinni er veitt tíu milljónum til Faktorshússins en endurbygging þess hófst árið 2007. Húsið, sem stendur neðan við Löngubúð, var byggt árið 1848 og friðlýst 1990.
Endurbygging gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er einnig meðal þeirra verkefna sem mest fá, fimm milljónir.
Aðrar úthlutanir til verkefna í Djúpavogshreppi eru:
Hofskirkja í Álftafirði - 1.500.000
Gamli bærinn á Karlsstöðum í Berufirði - 500.000
Sólvangur á Djúpavogi - 400.000
Alls var úthlutað 340,7 milljónum króna að þessu sinni til 215 verkefna.
Hér má sjá heildarlista yfir úthlutanir Húsafriðunarsjóðs árið 2018.
ÓB

Breytingar á opnunartíma í Tryggvabúð
Tryggvabúð verður lokuð á föstudögum næstu vikurnar.
Opið verður á hefbundnum tíma mánudaga - fimmtudaga.
Ef breytingar verða, munum við tilkynna þær hér á heimasíðunni.
Forstöðukonur Tryggvabúðar

