Cittaslow fréttir
Laxar ehf. sigurvegari Spurningakeppni Neista 2018
Um helgina fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2018.
Fjögur lið öttu kappi í fyrri umferðum kvöldsins en þar unnu Laxar lið Bagga og Geysir sigraði ríkjanda meistara í Búlandstindi.
Í úrslitaviðureigninni unnu Laxar ehf. síðan Geysi 8-6.
Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir þær.
ÓB
Lið Geysis: f.v. Þuríður Harðardóttir, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir og Þór Vigfússon
Lið Búlandstinds: f.v. Ólöf Rún Stefánsdóttir, Natan Leó Arnarsson og Sóley Dögg Birgisdóttir
Lið Laxa ehf.: f.v. Eðvald Smári Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Rafn Heiðdal. Með þeim á myndinni er verndari keppninar, Desmond Tutu.
Lið Bagga ehf.: f.v. Ingi Ragnarsson, Guðmundur Helgi Stefánsson og Eiður Ragnarsson
26.03.2018
