Cittaslow fréttir
21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi
21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi

Bera - fyrsta íslenska hot sauce sósan
"Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan. Nefnd eftir austfirskri skessu og framleidd í samnefndum firði. Hún er sterk, stór og ber að nálgast af varfærni. En ef rétt er að farið opnast gáttirnar fyrir sætu og seiðandi suðrænu bragði sem sleppir seint taki."
Svona er lýsingin á sósunni sem Djúpavogsbúinn William Óðinn Lefever hefur verið að vinna að síðastliðin ár. Og nú er komið að lokahnykknum við að koma sósunni á markað. Óðinn hefur komið á laggirnar Karolina Fund söfnun til að klára verkefnið. Á Facebook síðu Lefever Hot Sauce segir: Tæplega 600 mangóum seinna og sósan er klár! Nú þurfum við á ykkar hjálp að halda! Ykkar framlag á Karolinafund getur látið þennan draum verða að veruleika. Íslandi sárvantar hot sauce í matarflóru sína. Með ykkar framlagi getum við teygt það til frambúðar!
Óðinn hefur staðið sveittur með hjálp góðra manna í framleiðslueldhúsinu á Karlsstöðum við að malla sósuna og koma á flöskur.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styðja við þetta flotta verkefni.

Bóndavarðan - jólaútgáfa!
Óskað eftir efni

Dagar myrkurs vel heppnaðir og frábær þátttaka!
Dögum myrkurs er nú lokið

Dagar myrkurs - Búningadagur í dag og myndir frá í gær
Þriðji myrki dagurinn fór vel í bæjarbúa í gær
Dagar myrkurs halda áfram
Gærdagurinn lukkaðist vel!
Dagar myrkurs - góð mæting í gær og dagskrá dagsins
Dagskrá dagsins í dag
Dagar myrkurs hafnir!
Dagar myrkurs hefjast í dag!

Haustblað Bóndavörðunnar 2018 komið út
Bóndavarðan er komin út

Sveitarstjórinn tekinn á teppið
Föstudaginn 19. október verður sveitarstjóri í Kjörbúðinni frá kl. 16:30-18:00.

Cittaslow sunnudagurinn 2018 vel sóttur
Djúpavogshreppur þakkar frábæra mætingu og undirtektir á Cittaslow sunnudeginum í gær.

Sveitarstjóri í viðtali hjá Rás 2
Gauti fer í viðtal á Rás 2

Cittaslow sunnudagur skráning rennur út á morgun
Last chance to register for participation in Cittaslow Sunday

Íslenskukennsla - metþátttaka
Íslenskukennsla hófst í gær - Icelandic lessons started yesterday
Cittaslow sunnudagur 2018
Cittaslow sunnudagur 2018 // Cittaslow Sunday 2018

Baráttukveðjur frá Djúpavogshreppi
Djúpavogshreppur sendir baráttukveðjur til landsliðsins sem spilar gríðarlega mikilvægan leik í dag.

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim
Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim á morgun, 1.september

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar
Munir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar til sýnis í Tryggabúð

Verk Ríkarðs komið heim
Hestaplatti frá Ríkarði Jónssyni færður Djúpavogshreppi.

Nýjar flokkunartunnur prýða bæinn
Stórglæsilegar flokkunartunnur í anda Cittaslow.

Rúllandi snjóbolti/11 opnaði laugardaginn 14. júlí
Rúllandi snjóbolti/11, Djúpivogur opnaði laugardaginn var

Lestun á baggaplasti 2018
Til allra bænda í Djúpavogshreppi

Baráttukveðjur frá Djúpavogshreppi
ÁFRAM ÍSLAND!

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi
17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í góðu veðri og mikilli stemmningu.

Kvenréttindadagurinn 2018 haldinn hátíðlegur
Konur glöddust í Löngubúð

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur
Byssa keypt frá Djúpavogi 1920-1930 aftur komin heim.

17. júní 2018 á Djúpavogi
Dagskrá 17. júní á Djúpavogi

Sjómannadagur 2018
Sjómannadagur í sól og blíðu.

Gróðurmold
Fyrir græna fingur.

Garðlönd - settu niður kartöflur
Settu niður kartöflur!

Djúpivogur 3D
Deiliskipulag á miðbæjarsvæði Djúpavogshrepps í þrívídd.

Guðmundur og Sigrún á Starmýri hlutu Landgræðsluverðlaunin
Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, bændur á Starmýri I í Álftafirði, hluti Landgræðsluverðlaunin þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Þau hafa ræktað upp mela á svæðinu í yfir tuttugu ár.

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði
Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði verður haldinn föstudaginn 11. maí kl 17:00 á Hótel Framtíð.

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs 2018
Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs
verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 26.apríl kl 17:00
Venjuleg aðalfundarstörf
Allir velkomnir
Skógræktarfélags Djúpavogs

Vorbingó Kvenfélagsins Vöku 2018
Vorbingó Kvenfélagsins Vöku verður laugardaginn 5. maí á Hótel Framtíð.
Barnabingó kl. 14:00.
Spjaldið kr. 400.-
Fullorðinsbingó kl. 20:00.
Spjaldið kr. 600.-
Aðgangur miðast við fermingaraldur
Í fullorðinsbingóinu er aðalvinningur utanlandsferð.
Góða skemmtun.
Vöku-konur

Hammondhátíð hefst á morgun - orðsending frá Hammondnefnd
Á morgun hefst Hammondhátíð Djúpavogs í þrettánda sinn.
Að gefnu tilefni langar okkur til að benda á nokkur atriði.
- Það eru enn til miðar, bæði heildarpassar og miðar á staka viðburði. Hægt er að kaupa miða á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í Bakkabúð á opnunartíma alla tónleikadagana.
- Það er enn laust í gistingu á Hótel Framtíð. Það hefur hins vegar verið að rugla suma að www.booking.com segir að allt sé uppbókað, en hótelið hefur alltaf lokað fyrir bókanir á booking um Hammondhelgina. Hægt er að bóka gistingu með að hringja í 478-8887.
- Armbönd (Hammbönd) verður hægt að nálgast í Bakkabúð á milli 14:00 og 18:00, en einnig við innganginn á tónleikastað þegar húsið opnar. Við hvetjum hins vegar sem flesta til að nálgast armböndin í Bakkabúð, en það minnkar biðröðina við innganginn á tónleikastað.
Fleira var það nú ekki, en við hlökkum alveg hreint ótrúlega til að sjá ykkur um helgina!
Hammondgengið
Heimasíða Hammondhátíðar
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2018
Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokkstjóra verður ákveðinn þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr grunnskólanm.
Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m.a. um launakjör í síma 470-8700.
Sveitarstjóri

Opinn íbúafundur 2018
Boðað er til opins íbúafundar laugardaginn 14. apríl kl. 14:00 á Hótel Framtíð
Dagskrá:
Ársreikningur 2017
Staða og framvinda ýmissa verkefna
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Íbúar eru hvattir til að fjölmenna.

Faktorshúsið í sjónvarpsfréttum RÚV
Í tilefni þess að Faktorshúsið á Djúpavogi hlaut hæsta styrk á landsvísu úr húsafriðunarsjóði, var innslag í sjónsvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi um húsið. Þar ræddi Rúnar Snær við Andrés Skúlason oddvita og Egil Egilsson húsasmíðameistara um þetta merkilega hús, hvar verkefnið er statt og hver næstu skref séu.
Smellið hér til að skoða innslagið.
ÓB

Rúmar 17 milljónir í Djúpavogshrepp úr húsafriðunarsjóði
Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu.
Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.
Að þessu sinni er veitt tíu milljónum til Faktorshússins en endurbygging þess hófst árið 2007. Húsið, sem stendur neðan við Löngubúð, var byggt árið 1848 og friðlýst 1990.
Endurbygging gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er einnig meðal þeirra verkefna sem mest fá, fimm milljónir.
Aðrar úthlutanir til verkefna í Djúpavogshreppi eru:
Hofskirkja í Álftafirði - 1.500.000
Gamli bærinn á Karlsstöðum í Berufirði - 500.000
Sólvangur á Djúpavogi - 400.000
Alls var úthlutað 340,7 milljónum króna að þessu sinni til 215 verkefna.
Hér má sjá heildarlista yfir úthlutanir Húsafriðunarsjóðs árið 2018.
ÓB

Breytingar á opnunartíma í Tryggvabúð
Tryggvabúð verður lokuð á föstudögum næstu vikurnar.
Opið verður á hefbundnum tíma mánudaga - fimmtudaga.
Ef breytingar verða, munum við tilkynna þær hér á heimasíðunni.
Forstöðukonur Tryggvabúðar


Laxar ehf. sigurvegari Spurningakeppni Neista 2018
Um helgina fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2018.
Fjögur lið öttu kappi í fyrri umferðum kvöldsins en þar unnu Laxar lið Bagga og Geysir sigraði ríkjanda meistara í Búlandstindi.
Í úrslitaviðureigninni unnu Laxar ehf. síðan Geysi 8-6.
Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir þær.
ÓB
Lið Geysis: f.v. Þuríður Harðardóttir, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir og Þór Vigfússon
Lið Búlandstinds: f.v. Ólöf Rún Stefánsdóttir, Natan Leó Arnarsson og Sóley Dögg Birgisdóttir
Lið Laxa ehf.: f.v. Eðvald Smári Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Rafn Heiðdal. Með þeim á myndinni er verndari keppninar, Desmond Tutu.
Lið Bagga ehf.: f.v. Ingi Ragnarsson, Guðmundur Helgi Stefánsson og Eiður Ragnarsson
