Djúpivogur
A A

Cittaslow fréttir

Þór Vigfússon opnar einkasýningu

í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Cittaslow

Tilkynning frá Neista

Valgreiðslur til allra íbúa

Cittaslow

​Úthlutun úr Snorrasjóði

þann 29. desember var úthlutað námsstyrk

Cittaslow

Dagskrá dagar myrkurs á Djúpavogi

Fullt um að vera og gera þó það sé öðruvísi en vanalega

Cittaslow

Tryggvabúð opnar

fyrir eldri borgara (60 ára og eldri)

Dagar myrkurs - upptökur

Lumar þú á skemmtilegu efni?

Við heitum Múlaþing

Staðfest í gær 14. október

Fyrstu rótarskotin gróðursett

frá Skógræktarfélagi Djúpavogs og Slysavarnardeild Báru

Cittaslow

BRAS haldin í þriðja sinn

menningarviðburðir í boði um allt Austurland

Cittaslow

Íslenska fyrir útlendinga

Icelandic courses / Jezyk islandzki dla obcokrajowców

Bóndavarða - haustútgáfa

Auglýst eftir efni og auglýsingum fyrir 1. október

Cittaslow

Dagar myrkurs 2020

Dagar myrkurs verða 28. okt. - 1. nóv.

Cittaslow

Gjöf barst safni Ríkarðs Jónssonar

Úskorinn stóll barst safni Ríkarðs Jónssonar

Cittaslow

Tilkynning frá verkstæði Hjartar Þórs

Lokað frá 27. júlí til 31. ágúst.

Gjafir til safns Ríkarðs Jónssonar

Gjafir í safn Ríkarðs Jónssonar

Cittaslow

Gjafir berast safni Ríkarðs Jónssonar

Frá afkomendum Páls Guðjónssonar

Cittaslow

Vinnudagur Neista 2020

Hinn árlegi vinnudagur UMF Neista fór fram sl. sunnudag á Neistavelli.

Í góðu veðri og mikilli stemmningu framkvæmdu þeir fjölmörgu sem mættu hin ýmsu þarfaverk, m.a. að gróðursetja tré og runna, laga langstökksgryfju og kúluvarpshring, gera vörutalningu birgða og síðast en ekki síst raka saman nokkur kerrufylli af hreindýra- og gæsaskít af vellinum.

Að sjálfsögðu var séð til þess að vinnuhópurinn fengi grillaðar pylsur, en grillstjórnin var undir styrkri stjórn sr. Alfreðs Finnsonar og svo var Neistakaka með kaffinu.

Frábær dagur og nú má segja að allt sé klárt fyrir fyrstu leiki í Djúpavogsdeildinni, sem fram fara 6. júní næstkomandi.

Cittaslow

Djúpavogsdeildin 2020

Viltu svitna, keyra púlsinn upp og hafa svolítið gaman?

Þá ættir þú að taka þátt í Djúpavogsdeildinni. Skráning er hafin en deildin fer fram í annað sinn í sumar. Leikin verður knattspyrna á Neistavelli og fer leikjafjöldi deildarinnar að sjálfsögðu eftir skráningu liða.

Deildin samanstendur af blönduðum liðum og aðstæður eru til fyrirmyndar.

Konum og körlum af öllum getustigum knattspyrnunnar er velkomin þátttaka. Sumir leikmenn geta haft bakgrunn í knattspyrnu, forna frægð eða eftirminnileg augnablik frá því í fyrra, á meðan aðrir búa yfir minni reynslu. Þú getur sett saman þitt eigið lið eða skráð þig sem einstaklingur og deildin setur þig í lið fyrir sumarið.

Cittaslow

Frá Bókasafninu

Bókasafnið opnar aftur með takmörkunum.

Í maí verður bókasafnið opið eins og áður á þriðjudögum frá 16-19 en með nokkrum takmörkunum.

Cittaslow

Ferðafélag Djúpavogs - Hrómundarey

Laugardaginn 9. maí 2020 stendur Ferðafélag Djúpavogs fyrir ferð í Hrómundarey

Cittaslow

Aðalfundur UMF Neista 2020

Aðalfundur UMF. Neista verður haldinn fimmtudaginn 14. maí kl. 20:00 í Neista.

Dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Lög til samþykktar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar

Mikilvægt að sem flestir mæti á fundinn og láti sig málefni Neista varða.

Á fundinum verður kosið til nýrrar stjórnar og hvetjum við Neistafólk til að bjóða sig fram. Þetta er gefandi og þarft hlutverk sem samfélagið okkar nýtur góðs af.

Ath. í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 getur tímasetning og fyrirkomulag breyst.

Stjórn Neista

Cittaslow

Viðbyggingin við grunnskólann - myndasyrpa

Sumarið 2019 hófst vinna við nýja 174 m2 viðbyggingu við grunnskólann. Verkið er langt komið og nú er í fullum gangi 2. áfangi, sem snýr að innanhússfrágangi. Stefnt er að því að taka viðbygginguna í notkun í haust.

Meðfylgjandi eru myndir frá hinum ýmsu stigum framkvæmdarinnar, allt frá því að útveggir voru settir upp til dagsins í dag.

Cittaslow

Djúpavogsskóli hlýtur veglegan styrk úr Sprotasjóði

Á dögunum barst Djúpavogsskóla bréf frá Sprotasjóði þess efnis að skólinn hefði fengið 4.500.000 kr. í verkefnið Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur. Um er að ræða samstarfsverkefni skólanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi en Djúpavogsskóli sótti um styrkinn í samvinnu við skólana og Helgu Guðmundsdóttur fræðslustjóra.

Cittaslow

Hammondminningar

Sólin skín, það er vor í lofti, farfuglarnir streyma til landsins og sumardagurinn fyrsti er á morgun. Að öllu jöfnu værum við Djúpavogsbúar á fullu að undirbúa okkur fyrir Hammondhátíð, viðra sængur og kodda fyrir alla gestina, fylla frystkistuna af góðum mat, redda barnapíum og hita okkur upp með því að hlusta á böndin sem væru að fara að spila fyrir okkur og/eða rifja upp gamla slagara frá fyrri hátíðum. En nú er staðan önnur. Ég held að við öll séum búin að ganga í gegnum tregafulla daga, einhverjir eru reiðir og pirraðir, aðrir sorgmæddir og sumir í afneitun en það er staðreynd að við gleðjumst ekki saman á Hótel Framtíð á Hammondhátíð í ár, undir dillandi tónum frábærra flytjenda.

Cittaslow

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs 2020

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs er sem hér segir:

Cittaslow

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs verður haldinn í Löngubúð fimmtudaginn 12. mars nk. kl. 20:30.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins fyrir árið 2019 lagðir fram til samþykktar.
3. Árgjald félagsins fyrir 2020 ákveðið.
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

Cittaslow

Hammondhátíð 2020 - miðasala hefst 6. mars

Hammondhátíð 2020 fer fram dagana 23.-26. apríl næstkomandi. Þetta er í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin. Dagskráin var kynnt í lok febrúar og hana má sjá hér að neðan.

Cittaslow

Grákráka á Djúpavogi

Laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn sá ég grákráku (Corvus corone cornix) í garðinum mínum við Dali á Djúpavogi og smellti myndum af henni í gegnum eldhúsgluggann. Í framhaldinu fór ég að forvitnast um þennan áhugaverða fugl og komst að því hann er sjaldséður á Íslandi enda tilheyrir hann ekki íslensku fuglafánunni.

Grákráka er af hröfnungaætt og er því náinn ættingi hrafnsins. Hún er mun minni en hrafninn en annars mjög lík honum í vexti. Grákrákan er auðgreind á öskugráum kviði og baki en blásvörtum og gljáfandi fjöðrum á höfði, hálsi, vængjum og stéli. Nef og fætur krákunnar eru einnig svört. Kynin eru eins í útliti fyrir utan það að kvenfuglinn er aðeins minni en karlfuglinn. Krákur para sig fyrir lífstíð og sagt er að kvenkyns kráka sem missir maka sinn pari sig aldrei aftur. Grákrákur eru alætur eins og Krummi frændi þeirra.

Cittaslow

Ljósin tendruð á jólatré Djúpavogshrepps

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember kl. 17:00, á Bjargstúni.

Grunnskólanemi kveikir jólaljósin.

Sungið og dansað í kringum jólatréð.

Jólasveinar kíkja í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð með sitthvað í pokahorninu.

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Cittaslow

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019

Laugardaginn 23. nóvember fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2019 á Hótel Framtíð. Fjögur lið höfðu tryggt sér þátttöku í úrslitunum, Djúpavogshreppur, Leikskólinn Bjarkatún, Baggi ehf. og Skákfélag Djúpavogs. Í fyrstu viðureign kvöldsins hafði Djúpavogshreppur tæpan sigur gegn leikskólanum og annarri viðureigninni fór Baggi ehf. nokkuð létt með Skákfélagið.

Djúpavogshreppur mætti síðan Bagga í úrslitum og þar höfðu þau fyrrnefndu yfirburði á flestum sviðum og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Verðlaunin voru að sjálfsögðu hinn eftirsótti farandbikar auk fjölmargra vara sem unnar eru hér í Djúpavogshreppi.

Það var gaman að sjá hve vel var mætt og má segja að húsfyllir hafi verið og stemmningin eftir því.

Við óskum Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Cittaslow

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju, miðvikudaginn 27. nóvember.

Cittaslow

Jólamatseðill Hótels Framtíðar 2019

Sjá meðfylgjandi jólamatseðil sem gildir á Hótel Framtíð dagana 1. - 8. desember.

Cittaslow

Innanfélagsmót Neista í sundi

Laugardaginn 30. nóvember ætlum við að halda innafélagsmót í sundi í tilefni af 100 ára afmæli Neista. Mótið er í boði fyrir alla Djúpavogsbúa frá 1. bekk og uppúr. Greinarnar sem keppt verður í eru bringusund, skriðsund, baksund, flugsund, fjórsund og boðsund. Íþróttamiðstöð opnar kl. 9:30 og mót hefst kl. 10:00, áætluð mótslok eru kl 12:30.

Ef þið viljið skrá ykkur á mót þá sendið póst á neisti@djupivogur.is þar sem kemur fram nafn, aldur og í hvað greinum óskað er eftir að keppa í. Skráningarfrestur er miðvikudagurinn 27. nóvember. Athugið að það er ekkert aldurstakmark á keppendur þannig að endilega takið þátt í þessu skemmtilega afmælismóti!

Áfram Neisti!

Cittaslow

Söngur í Tankinum

Á N4 í gær birtist viðtal við Djúpavogsbúann Berglindi Einarsdóttur um Tankinn okkar góða og ferðaþjónustufyrirtækið hennar Adventura.

Hægt er að skoða myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.

Cittaslow

Fjögur lið komin í úrslit í Spurningakeppni Neista

Fjögur lið eru komin í úrslit í spurningakeppni Neista eftir þrjú undankvöld.

Það voru Djúpavogshreppur, Baggi ehf. og Skákfélag Neista sem komust áfram sem sigurvegarar sinna kvölda og Leikskólinn komst áfram sem stigahæsta tapliðið.

Á fyrsta kvöldi sló Djúpavogshreppur út lið Hótels Framtíðar og Fiskeldi Austfjarða sló út Búlandstind. Í úrslitum þess kvölds vann svo Djúpavogshreppur lið Fiskeldisins og komst þannig áfram.

Á öðru kvöldi sló leikskólinn út starfsfólk grunnskólans og Baggi ehf. sló út Við Voginn. Í úrslitum þess kvölds vann svo Baggi ehf. lið leikskólans og komst þannig áfram.

Á þriðja kvöldi slógu nemendur grunnskólans 2 út nemendur grunnskólans 1 og Skákfélag Neista sló út Kvenfélagið. Í úrslitum þess kvölds vann svo Skákfélagið lið nemenda grunnskólans 2 og komst þannig áfram.

Leikskólinn var svo stigahæst tapliðanna og fer því í úrslit.

Úrslitakvöldið fer fram á Hótel Framtíð laugardaginn 23. nóvember kl. 20:00.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 en börn til fermingaraldurs fá frítt inn.

UMF Neisti

Cittaslow

Jólahlaðborð Tryggvabúðar 2019

Jólahlaðborð í Tryggvabúð á Djúpavogi verður haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 18:00.

Allir 60 ára og eldri velkomnir á með húsrúm leyfir.

Aðgangseyrir kr. 3.500.-

Skráning í síma 470-8745 fyrir 27. nóvember 2019.

Skvísurnar í Tryggvabúð.

Cittaslow

Spurningakeppni Neista 2019

Spurningakeppni Neista hefst þriðjudaginn 12. nóvember.

Undankeppnirnar fara fram í Löngubúð þriðjudaginn 12. nóvember, fimmtudaginn 14. nóvember og þriðjudaginn 19. nóvember. Úrslitakvöldið fer fram laugardaginn 23. nóvember á Hótel Framtíð.

Aðgangseyrir er 1000 kr. börn fá frítt til fermingarárs. Keppninrnar hefjast á slaginu kl. 20:00 því er gott að mæta tímanlega ef versla á kræsingar í Löngubúð.

Hvetjum alla til að mæta og fyrlgjast með æsipennandi spurningakeppnum!

UMF Neisti

Jólablað Bóndavörðunnar 2019

Jólablað Bóndavörðunnar kemur út fimmtudaginn 28. nóvember nk. og við erum að safna efni. Jólasögur og draugasögur; lygasögur og sannar sögur; þjóðlegur fróðleikur og annar fróðleikur, allt er þetta áhugavert efni í blaðið, lumar þú á einhverju slíku? Svo er þetta kjörið tækfæri fyrir öll skúffuskáld og önnur skáld að taka aðeins til í handraðanum og senda okkur efni.

Skilafrestur á efni og auglýsingum í Bóndavörðuna er til 14. nóvember nk.

Þeir sem eig eru áhugasamir um að koma sínu efni eða auglýsingum á framfæri, eru beðnir um að senda upplýsingar til Bergþóru Birgisdóttur bergthora@djupivogur.is.

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

Kveðja,
Bergþóra Birgisdóttir og Ásdís H. Benediktsdóttir

Cittaslow

Dagar myrkurs í leikskólanum

Dagar myrkurs voru í síðustu viku og var leikskólinn allur dimmur og drungalegur þegar börnin mættu í leikskólann. Búið var að skreyta húsið hátt og lágt, kveikt var á lömpum og öll lýsing í lágmarki. Allir máttu hafa með sér vasaljós til að lýsa upp myrkrið. Börnin á Krummadeild voru inn á deild með kósýheit á meðan börnin á Kríudeild mættu úti og nutu veðurblíðunar. Morgunmaturinn var úti fyrir þau og var mjög mikið fjör að borða hafragrautinn úti.

Eftir morgunmatinn var hlaupið um og leikið með vasaljósin. Í útiverunni var síðan blásnar sápukúlur sem vakti mikla lukku.

Þó svo að dagar myrkurs hafi byrjað um miðja síðustu viku þá hafði hópstarfið dagana á undan einkennst af dögum myrkurs. Það var draugabyggingar í kubbastarfinu en alveg myrkur var á deildinni og fengu börnin rafmagnskertaljós til að setja í byggingarnar. Eins og sjá má var mjög mikið myrkur.

Þórdís Sigurðardóttir

Cittaslow

Spurningakeppni Neista 2019

Nú er hin árlega spurningakeppni Neista að skella á. Hún stendur yfir 11.- 23. nóvember og við hvetjum alla áhugasama til að skrá sitt lið í gegnum neisti@djupivogur.is fyrir fimmtudaginn 7. nóvember.

Þátttökugjald er 10.000 kr. og aðgangseyrir hvert kvöld er 500 kr. Öll innkoma rennur til Ungmennafélagsins Neista til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi.

Við hvetjum alla til að skrá sitt lið og taka þátt í þessum frábæra viðburði.

Stjórn Neista

Cittaslow

Skipulagsfundur vegna Daga myrkurs

Skipulagsfundur vegna Daga myrkurs verður haldinn í Sambúð, mánudaginn 7. október 2019 frá kl. 17:00 - 18:00.

Dagskráin okkar í fyrra vakti mikla athygli og er áhugi fyrir því að gera viðburðinn í ár jafn glæsilegan.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð eru hvattir til að mæta á fundinn en ef einhverjir komast ekki má senda upplýsingar um dagskrá / viðburð á dora@austurbru.is í síðasta lagi 9. október.

F.h. Djúpavogshrepps
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Cittaslow

Cittaslow sunnudagur

Sunnudaginn 29. september verður í áttunda sinn haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.

Formleg opnun verður á Rauðakrossbúðinn Bakka 3 ( Sætún )

Sérstök opnun í Notó þar sem handunnar vörur verða á afslætti.

Kaffi, kleinur, ástarpungar og pönnukökur í boði sveitarfélagsins í Löngubúð.

Allt þetta stendur yfir frá kl.14:00 til 16:00.

Verið hjartanlega velkomin.

Nefndin

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Cittaslow

DJÚPAVOGSDEILIN - KAUP LEIKMANNA Í HÁDEGINU

Nú hefur félagsskiptaglugganum verið lokað

Cittaslow

430 ára verslunarafmæli Djúpavogs í dag

sveitarfélagið býður öllum í köku, kaffi og kakó í Löngubúð

Cittaslow

17. júní 2019 á Djúpavogi

17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.

Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.

Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.

Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.

Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.

Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.

Leikurinn fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.

Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.

Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista

Cittaslow

17. júní - Dagskrá

Hátíðardagskrá Neista

Cittaslow

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 13. júní kl 17:00

Cittaslow

1. og 2. bekkur gróðursetja tré

ásamt skólastjóra, umsjónarkennara og tveimur öðrum starfsmönnum

Cittaslow

HVAÐ tímaritið er komið út!

Djúpavogsbúar gera það gott!

Cittaslow

Bæjarvinna 2019 – upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 11. júní – 9. ágúst 2019.

Djúpivogur framtíðarinnar

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að móta framtíðarsýn fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi í deiliskipulagsverkefni sem ber vinnuheitið "Íbúar í forgrunni - gestir velkomnir". Áherslur þeirrar framtíðarsýnar eru fyrst og síðast mannvæn stefna í anda Cittaslow, þar sem fólk og sjálfbær þróun er sett í fyrsta sætið. Lögð er áhersla á fjölbreytileika innan svæðis, heildstæða ásýnd byggðar, tengsl við náttúru og menningu og aðskilnað gangandi og akandi umferðar en sýnt hefur verið fram á mikilvægi allra þessara þátta þegar kemur að því að skapa uppbyggilegt og heilbrigt umhverfi.

Myndbandið sýnir stöðu mála eftir fund með íbúum þann 11. maí 2018, en á þeim fundi var fundargestum boðið upp á að upplifa Djúpavog framtíðarinnar í tölvugerðum og gagnvirkum sýndarveruleika. Skipulagsvinnunni vindur áfram enda nauðsynlegt að skýr stefna liggi fyrir um þennan mikilvæga kjarna í þéttbýlinu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, Háskólans í Reykjavík og TGJ.

Cittaslow

Framkvæmdagleði á Djúpavogi

Það er óhætt að segja að það sé mikil framkvæmdagleði á Djúpavogi þessi misserin. Það er sama hvert litið er, alls staðar eru hinar ýmsu framkvæmdir.

Hvorki fleiri né færri en þrjú ný íbúðarhús eru í undirbúningi eða byggingu, grunnar fyrir tveimur hafa verið teknir og það þriðja er á lokametrunum. Frágangur á lóð í kringum Faktorshúsið er í fullum gangi og nýr löndunarrampur hefur verið reistur við Búlandstind hf. Þá stendur til að bera í þakið á Löngubúð á næstu vikum. Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi, alls staðar í sveitarfélaginu er verið að framkvæma, en framantalið er það sem borið hefur fyrir augu hirðljósmyndara sveitarfélagsins sl. tvo daga.

Cittaslow

Djúpivogur - glaðasti bærinn

Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Djúpavogs var á dögunum í viðtali hjá N4, þar sem hún ræddi við Karl Eskil Pálsson um Djúpavogshrepp, Cittaslow stefnuna, verkefnið glaðasti bærinn og margt fleira.

Cittaslow

Pokastöðin skilar fyrstu pokunum af sér!

Pokar að láni tilbúnir í búðinni

Cittaslow

Kökubasar á laugardaginn!

Í Notó til styrktar Írisi Birgisdóttur og Önnu Kolbeinsdóttur!

Cittaslow

Djúpavogsdeildin - Leikskipulag og liðsskipan

Djúpavogsdeildin hefur göngu sína í sumar

Cittaslow

​Sveitarstjóri tekinn aftur á teppið

Sveitarstjóri verður í Kjörbúðinni frá kl. 16:30-18:00 17.maí.

Cittaslow

​Vorbingó Kvenfélagsins Vöku

verður föstudaginn 10.maí á Hótel Framtíð

Cittaslow

Vel heppnuð Hammondhátíð!

Hammondhátíðin árlega er nú nýafstaðin og lukkaðist afar vel

Cittaslow

Mokveiði hjá Tjálfa SU - yfir 100 tonn á einum mánuði

Það eru ekki margir netabátar gerðir út frá Austfjörðum ef Hornafjörður er undanskilin, þeir eru má segja aðeins tveir og báðir eru smábátar. Annar þeirra er á Fáskrúðsfirði og heitir Litlitindur SU og hinn er á Djúpavogi og heitir Tjálfi SU.

Tjálfi SU er búinn að vera lengi gerður út frá Djúpavogi því að Hilmar Jónsson keypti bátinn til Djúpavogs árið 1994 og hefur því báturinn verið gerður út þaðan núna í 25 ár. Hilmar rær á bátnum ásamt syni sínum honum Jón Ingvari Hilmarssyni.

Tjálfi SU er nokkuð sérstakur bátur því þegar hann er ekki á netum þá rær hann á dragnót og er þar með minnsti dragnótabáturinn á Íslandi.

Báturinn er búinn að vera á netum núna síðan um miðjan mars og má segja að báturinn hafi mokveitt því síðan báturinn byrjaði á netunum þá hefur hann landað alls 110 tonnum í 28 róðrum eða 3,9 tonn í róðri.

Það er kannski merkilegast við þetta er að í 7 skipti þá hefur báturinn landað tvisvar á dag, því ekki hefur verið pláss í bátnum fyrir meiri afla. Á þessum 7 dögum þá hefur Tjálfi SU landað 62,2 tonnum eða 8,9 tonn á dag. Stærsta löndunin hjá Tjálfa SU í einu er 9,1 tonn og var það hluti afla og þurfti báturinn að fara aftur út. Tvisvar á þessu tímabili þá hefur aflinn komist yfir 10 tonn á einum degi,

Jón Ingvar sagði í samtali við Aflafrettir að þeir sé búnir að vera með netin inní Berufirðinum og stímið á miðin er ekki langt, aðeins um 10 mínunta sigling. Þeir hafa að mestu verið með 5 trossur og eru 7 net í hverri trossu og hafa þeir þurft að skilja 1 til 2 trossur eftir í sjó, farið í land og út aftur til þess að klára að draga netin.

Allur aflinn af Tjálfa SU fer á markað og miðað við meðalverð á markaði núna þá er aflaverðmætið hjá Tjálfa SU núna á einum mánuði komið í um 32 milljónir króna og aðeins tveir menn á bátnum.

Cittaslow

Áheitaganga eldri borgara

til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða

Cittaslow

Viðburðardagatal Djúpavogshrepps

Djúpivogur.is bendir öllum að nýta sér viðburðardagatalið

​Stjórn Björgunarsveitarinnar Báru boðar til aðalfundar

í húsi félagsins Mörk 12 – Sambúð, föstudaginn 5.apríl 2019 kl. 19:30.

Iðkendahátíð Neista 2019

Iðkendadagur Neista fór fram fimmtudaginn 28.mars með pomp og prakt.

Cittaslow