Djúpavogshreppur
A A

Cittaslow fréttir

DJÚPAVOGSDEILIN - KAUP LEIKMANNA Í HÁDEGINU

Nú hefur félagsskiptaglugganum verið lokað

Cittaslow

430 ára verslunarafmæli Djúpavogs í dag

sveitarfélagið býður öllum í köku, kaffi og kakó í Löngubúð

Cittaslow

17. júní 2019 á Djúpavogi

17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.

Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.

Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.

Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.

Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.

Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.

Leikurinn fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.

Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.

Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista

Cittaslow

17. júní - Dagskrá

Hátíðardagskrá Neista

Cittaslow

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 13. júní kl 17:00

Cittaslow

1. og 2. bekkur gróðursetja tré

ásamt skólastjóra, umsjónarkennara og tveimur öðrum starfsmönnum

Cittaslow

HVAÐ tímaritið er komið út!

Djúpavogsbúar gera það gott!

Cittaslow

Bæjarvinna 2019 – upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 11. júní – 9. ágúst 2019.

Djúpivogur framtíðarinnar

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að móta framtíðarsýn fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi í deiliskipulagsverkefni sem ber vinnuheitið "Íbúar í forgrunni - gestir velkomnir". Áherslur þeirrar framtíðarsýnar eru fyrst og síðast mannvæn stefna í anda Cittaslow, þar sem fólk og sjálfbær þróun er sett í fyrsta sætið. Lögð er áhersla á fjölbreytileika innan svæðis, heildstæða ásýnd byggðar, tengsl við náttúru og menningu og aðskilnað gangandi og akandi umferðar en sýnt hefur verið fram á mikilvægi allra þessara þátta þegar kemur að því að skapa uppbyggilegt og heilbrigt umhverfi.

Myndbandið sýnir stöðu mála eftir fund með íbúum þann 11. maí 2018, en á þeim fundi var fundargestum boðið upp á að upplifa Djúpavog framtíðarinnar í tölvugerðum og gagnvirkum sýndarveruleika. Skipulagsvinnunni vindur áfram enda nauðsynlegt að skýr stefna liggi fyrir um þennan mikilvæga kjarna í þéttbýlinu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, Háskólans í Reykjavík og TGJ.

Cittaslow

Framkvæmdagleði á Djúpavogi

Það er óhætt að segja að það sé mikil framkvæmdagleði á Djúpavogi þessi misserin. Það er sama hvert litið er, alls staðar eru hinar ýmsu framkvæmdir.

Hvorki fleiri né færri en þrjú ný íbúðarhús eru í undirbúningi eða byggingu, grunnar fyrir tveimur hafa verið teknir og það þriðja er á lokametrunum. Frágangur á lóð í kringum Faktorshúsið er í fullum gangi og nýr löndunarrampur hefur verið reistur við Búlandstind hf. Þá stendur til að bera í þakið á Löngubúð á næstu vikum. Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi, alls staðar í sveitarfélaginu er verið að framkvæma, en framantalið er það sem borið hefur fyrir augu hirðljósmyndara sveitarfélagsins sl. tvo daga.

Cittaslow

Djúpivogur - glaðasti bærinn

Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Djúpavogs var á dögunum í viðtali hjá N4, þar sem hún ræddi við Karl Eskil Pálsson um Djúpavogshrepp, Cittaslow stefnuna, verkefnið glaðasti bærinn og margt fleira.

Cittaslow

Pokastöðin skilar fyrstu pokunum af sér!

Pokar að láni tilbúnir í búðinni

Cittaslow

Kökubasar á laugardaginn!

Í Notó til styrktar Írisi Birgisdóttur og Önnu Kolbeinsdóttur!

Cittaslow

Djúpavogsdeildin - Leikskipulag og liðsskipan

Djúpavogsdeildin hefur göngu sína í sumar

Cittaslow

​Sveitarstjóri tekinn aftur á teppið

Sveitarstjóri verður í Kjörbúðinni frá kl. 16:30-18:00 17.maí.

Cittaslow

​Vorbingó Kvenfélagsins Vöku

verður föstudaginn 10.maí á Hótel Framtíð

Cittaslow

Vel heppnuð Hammondhátíð!

Hammondhátíðin árlega er nú nýafstaðin og lukkaðist afar vel

Cittaslow

Mokveiði hjá Tjálfa SU - yfir 100 tonn á einum mánuði

Það eru ekki margir netabátar gerðir út frá Austfjörðum ef Hornafjörður er undanskilin, þeir eru má segja aðeins tveir og báðir eru smábátar. Annar þeirra er á Fáskrúðsfirði og heitir Litlitindur SU og hinn er á Djúpavogi og heitir Tjálfi SU.

Tjálfi SU er búinn að vera lengi gerður út frá Djúpavogi því að Hilmar Jónsson keypti bátinn til Djúpavogs árið 1994 og hefur því báturinn verið gerður út þaðan núna í 25 ár. Hilmar rær á bátnum ásamt syni sínum honum Jón Ingvari Hilmarssyni.

Tjálfi SU er nokkuð sérstakur bátur því þegar hann er ekki á netum þá rær hann á dragnót og er þar með minnsti dragnótabáturinn á Íslandi.

Báturinn er búinn að vera á netum núna síðan um miðjan mars og má segja að báturinn hafi mokveitt því síðan báturinn byrjaði á netunum þá hefur hann landað alls 110 tonnum í 28 róðrum eða 3,9 tonn í róðri.

Það er kannski merkilegast við þetta er að í 7 skipti þá hefur báturinn landað tvisvar á dag, því ekki hefur verið pláss í bátnum fyrir meiri afla. Á þessum 7 dögum þá hefur Tjálfi SU landað 62,2 tonnum eða 8,9 tonn á dag. Stærsta löndunin hjá Tjálfa SU í einu er 9,1 tonn og var það hluti afla og þurfti báturinn að fara aftur út. Tvisvar á þessu tímabili þá hefur aflinn komist yfir 10 tonn á einum degi,

Jón Ingvar sagði í samtali við Aflafrettir að þeir sé búnir að vera með netin inní Berufirðinum og stímið á miðin er ekki langt, aðeins um 10 mínunta sigling. Þeir hafa að mestu verið með 5 trossur og eru 7 net í hverri trossu og hafa þeir þurft að skilja 1 til 2 trossur eftir í sjó, farið í land og út aftur til þess að klára að draga netin.

Allur aflinn af Tjálfa SU fer á markað og miðað við meðalverð á markaði núna þá er aflaverðmætið hjá Tjálfa SU núna á einum mánuði komið í um 32 milljónir króna og aðeins tveir menn á bátnum.

Cittaslow

Áheitaganga eldri borgara

til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða

Cittaslow

Viðburðardagatal Djúpavogshrepps

Djúpivogur.is bendir öllum að nýta sér viðburðardagatalið

​Stjórn Björgunarsveitarinnar Báru boðar til aðalfundar

í húsi félagsins Mörk 12 – Sambúð, föstudaginn 5.apríl 2019 kl. 19:30.

Iðkendahátíð Neista 2019

Iðkendadagur Neista fór fram fimmtudaginn 28.mars með pomp og prakt.

Cittaslow

Frá félagi eldri borgara

Aðalfundur í Félagi eldri borgara 2019

Föstudaginn 5.apríl kl 17 í Tryggvabúð

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

Félagar hvattir til að mæta.

Stjórnin

Bóndavarðan - Hammondblað. Síðasti skiladagur í dag!

Bóndavarðan - Hammondblaðið stefnir á útgáfu í apríl. Í dag er síðasti dagur til að senda inn efni, greinar, myndir og auglýsingar.

Í blaðinu verður páska- og utandagskrá Hammondhátíðarinnar í heild sinni svo þeir viðburðir sem þið viljið að komi fram í Bóndavörðunni þurfa að berast í dag.

Efni skal berast annað hvort í tölvupósti eða bréfleiðis að Geysi, Bakka 1.

Sími: 697-5853 / 470-8703

Tölvupóstur: gretamjoll@djupivogur.is

Verð auglýsinga

  • Heilsíða, 1/1 - 15.000kr.
  • Hálfsíða, ½ - 8.000kr.
  • 1/3 síða - 5.000kr.
  • ¼ síða - 3.000kr.
Cittaslow

Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi

Opinn fundur atvinnu- og menningarmálanefndar um ferðaþjónustu Djúpavogshrepps var haldinn á Hótel Framtíð í gær 17. mars. Fundurinn var annar í röðinni af nokkrum sem nefndin hyggst halda í tengslum við atvinnu- og menningarmál. Greta Mjöll, atvinnu og menningarmálafulltrúi hóf fundinn á að fara yfir helstu stærðir s.s. fjölda gististaða, afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu o.fl. Í því sambandi kom fram að á háannatíma má gera ráð fyrir að um 135 manns starfi tengt ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi.

Fulltrúar fyrirtækjanna Við Voginn, Adventura, Farfugla- og gistiheimilisins Berunesi og Bakkabúðar voru með framsögu og í lokin voru almennar umræður.

Fundurinn var vel sóttur, málefnalegur og jákvæður.

Glærur úr samantekt Gretu Mjallar má nálgast hér.

Næsti fundur atvinnu- og menningarmálanefndar er fyrirhugaður 6. apríl en þá verður fjallað um landbúnaðarmál.

Cittaslow

Aðalfundur Neista

28.mars kl. 20 í Löngubúð

Cittaslow

Bóndavarðan - Hammondblað

stefnt er á útgáfu 8.apríl

Störf í Djúpavogshreppi

Djúpavogsskóli og Leikskólinn Bjarkatúni

Cittaslow

Pokastöð opnar á Djúpavogi

hópur sem hittist og saumar poka úr efnisafgöngum

Cittaslow

Bollusala Kvenfélagsins Vöku 2019

Kvenfélagið Vaka hefur til sölu bollur fyrir Bolludaginn.

Verð pr. stk. er kr. 375.-

Pantanir hjá Ingibjörgu í síma 864-2128.

Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 26. febrúar næstkomandi.

Kvenfélagið Vaka

Cittaslow

Forsala miða á þorrablótið 2019 hefst í dag

Þorrablót Djúpavogs verður haldið laugardaginn 2. febrúar n.k. á Hótel Framtíð.

Forsala aðgöngumiða hefst á hótelinu í dag og stendur yfir fram á föstudag. Opið er í miðasölu á milli 18:00 og 20:00.

Miðaverð í forsölu er kr. 8.500. Eftir forsölu verður verðið kr. 9.500.-

Þorrablótsnefnd

Cittaslow

Dagskrá Hammondhátíðar 2019

Fjórtánda Hammondhátíð Djúpavogs.

Cittaslow

Árshátíð grunnskólans 2019

Fimmtudaginn 17. janúar næstkomandi fer árshátíð grunnskólans fram. Í þetta sinn verður sett upp leikritið um Pétur Pan. Árshátíðin fer fram á Hótel Framtíð og hefst kl. 18:00.

Allir hjartanlega velkomnir

Cittaslow

21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi

21 milljón króna úthlutað til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi

Cittaslow

Bera - fyrsta íslenska hot sauce sósan

"Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan. Nefnd eftir austfirskri skessu og framleidd í samnefndum firði. Hún er sterk, stór og ber að nálgast af varfærni. En ef rétt er að farið opnast gáttirnar fyrir sætu og seiðandi suðrænu bragði sem sleppir seint taki."

Svona er lýsingin á sósunni sem Djúpavogsbúinn William Óðinn Lefever hefur verið að vinna að síðastliðin ár. Og nú er komið að lokahnykknum við að koma sósunni á markað. Óðinn hefur komið á laggirnar Karolina Fund söfnun til að klára verkefnið. Á Facebook síðu Lefever Hot Sauce segir: Tæplega 600 mangóum seinna og sósan er klár! Nú þurfum við á ykkar hjálp að halda! Ykkar framlag á Karolinafund getur látið þennan draum verða að veruleika. Íslandi sárvantar hot sauce í matarflóru sína. Með ykkar framlagi getum við teygt það til frambúðar!

Óðinn hefur staðið sveittur með hjálp góðra manna í framleiðslueldhúsinu á Karlsstöðum við að malla sósuna og koma á flöskur.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styðja við þetta flotta verkefni.

Cittaslow

Dagar myrkurs - Búningadagur í dag og myndir frá í gær

Þriðji myrki dagurinn fór vel í bæjarbúa í gær

Dagar myrkurs halda áfram

Gærdagurinn lukkaðist vel!

​Dagar myrkurs hafnir!

Dagar myrkurs hefjast í dag!

Cittaslow

Sveitarstjórinn tekinn á teppið

Föstudaginn 19. október verður sveitarstjóri í Kjörbúðinni frá kl. 16:30-18:00.

Cittaslow

Cittaslow sunnudagurinn 2018 vel sóttur

Djúpavogshreppur þakkar frábæra mætingu og undirtektir á Cittaslow sunnudeginum í gær.

Cittaslow

Cittaslow sunnudagur skráning rennur út á morgun

Last chance to register for participation in Cittaslow Sunday

Cittaslow

Íslenskukennsla - metþátttaka

Íslenskukennsla hófst í gær - Icelandic lessons started yesterday

Cittaslow sunnudagur 2018

Cittaslow sunnudagur 2018 // Cittaslow Sunday 2018

Cittaslow

Baráttukveðjur frá Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppur sendir baráttukveðjur til landsliðsins sem spilar gríðarlega mikilvægan leik í dag.

Cittaslow

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim

Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim á morgun, 1.september

Cittaslow

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar

Munir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar til sýnis í Tryggabúð

Cittaslow

Verk Ríkarðs komið heim

Hestaplatti frá Ríkarði Jónssyni færður Djúpavogshreppi.

Cittaslow

Nýjar flokkunartunnur prýða bæinn

Stórglæsilegar flokkunartunnur í anda Cittaslow.

Cittaslow

Rúllandi snjóbolti/11 opnaði laugardaginn 14. júlí

Rúllandi snjóbolti/11, Djúpivogur opnaði laugardaginn var

Cittaslow

Lestun á baggaplasti 2018

Til allra bænda í Djúpavogshreppi

Cittaslow

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi

17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í góðu veðri og mikilli stemmningu.

Cittaslow

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur

Byssa keypt frá Djúpavogi 1920-1930 aftur komin heim.

Cittaslow

17. júní 2018 á Djúpavogi

Dagskrá 17. júní á Djúpavogi

Cittaslow

Sjómannadagur 2018

Sjómannadagur í sól og blíðu.

Cittaslow

Gróðurmold

Fyrir græna fingur.

Cittaslow

Djúpivogur 3D

Deiliskipulag á miðbæjarsvæði Djúpavogshrepps í þrívídd.

Cittaslow

Guðmundur og Sigrún á Starmýri hlutu Landgræðsluverðlaunin

Guðmundur Eiríksson og Sigrún Snorradóttir, bændur á Starmýri I í Álftafirði, hluti Landgræðsluverðlaunin þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Þau hafa ræktað upp mela á svæðinu í yfir tuttugu ár.

Cittaslow

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði verður haldinn föstudaginn 11. maí kl 17:00 á Hótel Framtíð.

Cittaslow

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs 2018

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs

verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 26.apríl kl 17:00

Venjuleg aðalfundarstörf

Allir velkomnir

Skógræktarfélags Djúpavogs

Cittaslow

Vorbingó Kvenfélagsins Vöku 2018

Vorbingó Kvenfélagsins Vöku verður laugardaginn 5. maí á Hótel Framtíð.

Barnabingó kl. 14:00.
Spjaldið kr. 400.-

Fullorðinsbingó kl. 20:00.
Spjaldið kr. 600.-
Aðgangur miðast við fermingaraldur

Í fullorðinsbingóinu er aðalvinningur utanlandsferð.

Góða skemmtun.

Vöku-konur

Cittaslow

Hammondhátíð hefst á morgun - orðsending frá Hammondnefnd

Á morgun hefst Hammondhátíð Djúpavogs í þrettánda sinn.

Að gefnu tilefni langar okkur til að benda á nokkur atriði.

- Það eru enn til miðar, bæði heildarpassar og miðar á staka viðburði. Hægt er að kaupa miða á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í Bakkabúð á opnunartíma alla tónleikadagana.
- Það er enn laust í gistingu á Hótel Framtíð. Það hefur hins vegar verið að rugla suma að www.booking.com segir að allt sé uppbókað, en hótelið hefur alltaf lokað fyrir bókanir á booking um Hammondhelgina. Hægt er að bóka gistingu með að hringja í 478-8887.
- Armbönd (Hammbönd) verður hægt að nálgast í Bakkabúð á milli 14:00 og 18:00, en einnig við innganginn á tónleikastað þegar húsið opnar. Við hvetjum hins vegar sem flesta til að nálgast armböndin í Bakkabúð, en það minnkar biðröðina við innganginn á tónleikastað.

Fleira var það nú ekki, en við hlökkum alveg hreint ótrúlega til að sjá ykkur um helgina!

Hammondgengið

Heimasíða Hammondhátíðar
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

Cittaslow

Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2018

Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokkstjóra verður ákveðinn þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr grunnskólanm.

Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m.a. um launakjör í síma 470-8700.

Sveitarstjóri

Cittaslow

Opinn íbúafundur 2018

Boðað er til opins íbúafundar laugardaginn 14. apríl kl. 14:00 á Hótel Framtíð

Dagskrá:
Ársreikningur 2017
Staða og framvinda ýmissa verkefna
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna.

Cittaslow

Faktorshúsið í sjónvarpsfréttum RÚV

Í tilefni þess að Faktorshúsið á Djúpavogi hlaut hæsta styrk á landsvísu úr húsafriðunarsjóði, var innslag í sjónsvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi um húsið. Þar ræddi Rúnar Snær við Andrés Skúlason oddvita og Egil Egilsson húsasmíðameistara um þetta merkilega hús, hvar verkefnið er statt og hver næstu skref séu.

Smellið hér til að skoða innslagið.

ÓB

Cittaslow

Rúmar 17 milljónir í Djúpavogshrepp úr húsafriðunarsjóði

Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu.

Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.

Að þessu sinni er veitt tíu milljónum til Faktorshússins en endurbygging þess hófst árið 2007. Húsið, sem stendur neðan við Löngubúð, var byggt árið 1848 og friðlýst 1990.

Endurbygging gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er einnig meðal þeirra verkefna sem mest fá, fimm milljónir.

Aðrar úthlutanir til verkefna í Djúpavogshreppi eru:

Hofskirkja í Álftafirði - 1.500.000
Gamli bærinn á Karlsstöðum í Berufirði - 500.000
Sólvangur á Djúpavogi - 400.000

Alls var úthlutað 340,7 milljónum króna að þessu sinni til 215 verkefna.

Hér má sjá heildarlista yfir úthlutanir Húsafriðunarsjóðs árið 2018.

ÓB

Cittaslow

Breytingar á opnunartíma í Tryggvabúð

Tryggvabúð verður lokuð á föstudögum næstu vikurnar.

Opið verður á hefbundnum tíma mánudaga - fimmtudaga.

Ef breytingar verða, munum við tilkynna þær hér á heimasíðunni.

Forstöðukonur Tryggvabúðar

Cittaslow

Myndasýning í Tryggvabúð í dag

Myndasýning verður í Tryggvabúð kl. 17:00 í dag, miðvikudag.

Andrés og Óli munu sem fyrr varpa upp gömlum myndum frá Djúpavogi og viðstaddir geta hjálpað við að þekkja og merkja það sem fyrir augu ber.

Allir hjartanlega velkomnir.

ÓB

Cittaslow