FrÚttir
08.11.2017 - Nřr starfsma­ur
 

Nýr starfsmaður, Rúnar Matthíasson, hefur tekið til starfa hjá Djúpavogshreppi.

Starfið felst í eftirfarandi: Landvarsla Teigarhorn / úttektaraðili byggingarfulltrúa / eftirlitsaðili með viðhaldi fasteigna Djúpavogshrepps, samanlagt 100% starf.

Stöðugildi landvarðar á Teigarhorni verður 70% starf frá og með næsta ári í stað 100% starfshlutfalls áður, mótframlag hefur fylgt landvörslustarfinu. Auk landvörslu mun landvörður /staðarhaldari m.a. einnig sinna viðhaldi fasteigna á Teigarhorni og annast úrkomumælingar í samstarfi við Veðurstofu Íslands og sinna öðrum þeim verkum sem til falla.  

Byggingarfulltrúi og úttekaraðili byggingarfulltrúa.
Til að mæta eftirspurn eftir þjónustu byggingarfulltrúa hefur verið gerður samningar við Verkfræðistofuna Mannvit á Reyðarfirði um stöðu byggingarfulltrúa fyrir Djúpavogshrepp.  Byggingarfulltrúi Mannvits mun mæta a.m.k. eina ferð í mánuði á Djúpavog. Svo ná megi sem mestri hagkvæmni í þessum málaflokki sem hefur farið vaxandi hefur Rúnar Matthíasson byggingariðnfræðingur og húsasmíðameistari verið ráðin í 30% stöðugildi sem úttektaraðili byggingarfulltrúa til að sinna þeim verkum sem byggingarfulltrúi felur honum hér í Djúpavogshreppi. 

Með þessu fyrirkomulagi er horft sérstaklega til þess að ná fram hagkvæmni með því að úttektaraðili Rúnar Matthíasson sinni flestum verkum á heimaslóð í nánu samráði og í umboði byggingarfulltrúa og með því felst m.a. mikill sparnaður í akstri.  (Rúnar hefur þegar tekið til starfa sem úttekaraðili byggingarfulltrúa og verður viðvera og viðtalstímar úttektaraðila auglýst innan skamms og nánara fyrirkomulag útlistað til upplýsingar fyrir íbúa.)

Jafnframt mun Rúnar sjá um aðra þætti fyrir sveitarfélagið í starfi sínu sem felst í að halda utan um og skrá helstu viðhaldsverkefni á fasteignum sveitarfélagsins og gera tillögur til sveitarstjórnar í þeim efnum. 

Rúnar er giftur Þuríði Elísu Harðardóttir Minjaverði Austurlands og eiga þau tvö börn. Það á sérstaklega vel við að minjavörður svæðisins hafi búsetu á einu af okkar helstu og þekktustu minjasvæðum á Austurlandi sem Teigarhorn er. Ljóst er að menntun og þekking Þuríðar mun því einnig styrkja Teigarhorn og þau miklu menningarverðmæti sem svæðið hefur að geyma.

                               Djúpavogshreppur býður Rúnar Matthíasson velkomin til starfa 


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.22:00:00
Hiti: ░C
Vindßtt:
Vindhra­i: m/sek
Vindhvi­ur: m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,3 ░C
Vindßtt:SSA
Vindhra­i:1 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.22:00:00
Hiti:1,7 ░C
Vindßtt:ANA
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 26.4.2018
00:54HŠ­: 1.91 m
07:09HŠ­: 0.64 m
13:22HŠ­: 1.85 m
19:29HŠ­: 0.52 m
smmffl
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is