FrÚttir
20.09.2017 - Cittaslow sunnudagurinn og Cittaslow heimsˇkn
 

 

Cittaslow sunnudagurinn 2017

Þema Cittaslow sunnudagsins 24. september er matur og menning úr héraði. Dagskráin verður frá 11:00-14:00 í Löngubúð.

Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að taka þátt: áhugafólk um sultugerð, fiskrétti, kjötrétti (eða hvað sem er úr héraði) og langar að gefa öðrum að smakka, tónlistarmenn eða sögumenn sem vilja leyfa öðrum að heyra, myndlistarfólk, handverksfólk, ljósmyndarar sem vilja leyfa öðrum að sjá... einnig mættu gjarnan vera kynningar á félagasamtökum og fyrirtækjum sem starfa í anda Cittaslow.

Nú þegar hafa margir skráð sig til leiks. Hér eru nokkrir punktar um það sem komið er á dagskrána og sem varða skipulag dagsins:

  • Hugmyndin er að hafa stórt hlaðborð fyrir matvöru, en sér borð eru í boði fyrir þá sem vilja (t.d. fyrirtæki sem vilja einnig bjóða matvöru til sölu). Á borðið er komið fíflahunang, sveppir, lummur, te, rúgbrauð með plokkfisk og síld, harðfiskur, bláberjasnafs og bjúgu, en vonandi á enn fleira eftir að bætast við. Ef um skemmtilegar uppskriftir er að ræða sem menn vilja dreifa til annarra, er um að gera að hafa meðferðis nokkra miða með uppskriftunum handa fólki að taka með sér.
  • Handverk og handavinna verður til sýnis og vonandi verður eitthvað slíkt í gangi sem hægt er að sjá og dást að – útskurður, prjón, vefnaður eða enn annað.
  • Stefnt er að því að einhver lifandi dagskrá verði í boði á heila tímanum (kl. 12 og 13) og þá verður hljóðnemi til taks fyrir þá sem vilja taka í hann, hvort sem er til að taka lagið eða lesa upp sögur eða kvæði.
  • Þeir og þær sem eiga íslenska búninga eru hvattir til að koma í þeim.
  • Krakkar eru hvattir til að koma í sniglabúningum og í lok dags verða verðlaun veitt fyrir flottasta Cittaslowbúninginn.

Þátttaka er auðvitað ókeypis og öllum opin og til þess gerð að skemmta okkur saman, en til að hægt sé að halda utan um viðburðinn er fólk beðið um að ská sig hjá Ferða- og menningarmálafulltrúa, Erlu Dóru (s. 859-0345 eða með því að senda póst á erla@djupivogur.is) fyrir 19. september og taka þá fram hvort þörf sé á vegg, borði, hljóðnema, skjávarpa eða hverju sem er.

Sóst er eftir því að sem flestir íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki þátt í þessum viðburði og skemmti sjálfum sér og öðrum.

 

Cittaslow heimsókn

Á sama tíma og Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá okkur verða í heimsókn á Djúpavogi 8 gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og Belgíu vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-26. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf. Við hvetjum íbúa til að bjóða þau sérstaklega velkomin til okkar.

Í tengslum við heimsóknina hefur Nelita Vasconcellos verið svo yndisleg að bjóða íbúum upp á ókeypis, létta og skemmtilega ítölskukennslu í Við Voginn á kvöldin kl. 20:00-21:00 alla virka daga þar til gestir okkar koma, þ.e. 13.-15. september og 18.-21. september.

Þá væri gaman ef íbúar skreyttu hús sín eða garða í appelsínugulum lit til að halda upp á Cittaslow heimsóknina. Passa þarf þó í haustveðrum að ekki sé um skraut að ræða sem fýkur auðveldlega eða rignir niður, sem og að plast er ef til vill ekki heppilegast í plastlausum september og umhverfisvænu sveitarfélagi (:

Gestirnir okkar koma til Djúpavogs seint á föstudagskvöld 22. sept. (líklega milli 22:00 og 24:00 - nánar auglýst síðar hvernig fyrirkomulagið varðandi að hittast verður) og er þá hugmyndin að allir sem vilja taka á móti þeim safnist saman í Löngubúð þar sem tekið verði hlýlega á móti þeim við kertaljós og þau boðin velkomin með léttum veitingum úr héraði áður en þau fara heim með þeim sem hafa verið svo elskulegir að bjóðast til að hýsa þau á meðan heimsókn þeirra stendur yfir.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.23:00:00
Hiti:8,6 ░C
Vindßtt:SSV
Vindhra­i:8 m/sek
Vindhvi­ur:13 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:8,9 ░C
Vindßtt:SSV
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:7 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.23:00:00
Hiti:9,4 ░C
Vindßtt:SSA
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:6 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 20.9.2017
03:30HŠ­: 2.19 m
09:38HŠ­: 0.25 m
15:51HŠ­: 2.29 m
22:00HŠ­: 0.35 m
smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is